Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
1.11.2007 | 02:09
Fleiri bloggdómar!!!
"Söngleikurinn Grettir
Fimmtudaginn 27. október fóru nemendur 10. bekkjar ásamt íslenskukennurum sínum að sjá söngleikinn Gretti.
Sýningin var í boði Borgarleikhúss og SPRON. Nemendur skemmtu sér hið besta og kennarar ekki síður.
Vel heppnuð leikhúsferð."
"Við strákarnir fórum svo að sjá söngleikinn Gretti áðan og skemmtum okkur konunglega. Fínasta sýning og mjússígin auðvitað schnilld, enda frekar Þursaflokks skotin. Nokkuð ljóst að við strákarnir eigum eftir að vera duglegri við leikhúsin í framtíðinni."
"Lífið mitt hefur þó verið mjög viðburðaríkt síðustu daga... ég hef farið þrisvar í leikhús. Fjölskyldusýning á Ladda, vinnuferð á Söngleikinn Gretti og kíkti svo á Epli og Eikur hjá leikhópnum Hugleiki - ALLT MJÖG SKEMMTÓ SÝNINGAR mæli hiklaust með þeim.... en ég væri alltaf til í að fara oftar í leikhús."
"Vöðvafettir
Við mæðgin sáum söngleikinn Gretti í Borgarleikhúsinu í gærkveldi. Þvílík gleði. Ég mátti sitja á honum stóra mínum, svo mjög langaði mig að syngja hástöfum með. Þessi lög hafa svo sannarlega staðist tímans tönn og voru flutt af stakri snilld. Valinn maður í hverju rúmi...
Adam var á tímabili stjarfur eftir að Glámur starði í augu hans, með draugalegri draugum sem sést hafa lengi. Eitthvað skánaði það eftir að Glámur hóf upp raust sína, en hann var þó sannfærður um að þeir myndu hittast um nóttina. Við fórum á bakvið eftir sýningu, ég hélt að það yrði nóg til þess að hann myndi sættast við Glám. En hann hafði enn skelfingaráhrif á drenginn svona "up close and personal" þrátt fyrir að vera búinn í sturtunni... enda veglegar leifar af Glámi enn eftir í andlitinu.
Mæli eindregið með sýningunni. Mig langar aftur."
"Gaman var af því hve góð þátttaka var á söngleikinn um Gretti og voru krakkarnir mjög ánægðir með sýninguna og var framkoma þeirra til sóma.
Kveðja,
Eygerður"
Gaman að þessu. Allir á GRETTI!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)