Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

"Halldór frábær í hlutverki Grettis"

Úr frábærum dómi í Viðskiptablaðinu:

"...um er að ræða hefðbundinn skemmti-söngleik með öllu tilheyrandi. Grettir er lífleg og kómísk sýning sem ætti að höfða til margra. Leikstjóri hennar, Rúnar Freyr Gíslason, á hrós skilið. Ýmislegt í uppsetningunni krefst hugkvæmni og er leyst á mjög frumlegan og eftirminnilegan hátt."

"Halldór Gylfason leikur Gretti í sýningunni og gerir það frábærlega. Hann á margar snilldarsenur og ekki öfundsvert að feta í hans fótspor, eins og leit út fyrir að einhver þyrfti að gera á tímabili, þegar Halldór meiddist á æfingu.
Flestir aðrir leikarar leysa hlutverk sín afar vel af hendi."


"Allir á Gretti"- 3 stjörnur í Mogganum

Mogginn segir að allir eigi að fara á Gretti...

 

"Leikurinn var yfirleitt mjög góður. Eftir að sýna fjölbreytni sína sem leikari í Stundinni okkar getur Halldór Gylfason ekkert rangt gert og hann fer á kostum sem Grettir.  Búningurinn hans er hrein snilld og ég hló nánast í hvert skipti sem Halldór spennti „vöðvana“ sína eða fór í stellingar vöðvatröllsins."

 

"Það er mikill kraftur í öllum leikendum, ekki síst í Jóhanni Sigurðssyni sem pabba Grettis og Jóhönnu Vigdísi sem mömmu hans. 

Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sem leikur Gullaugu er með heillandi rödd og atriðið þar sem hún syngur „Í gegnum holt og hæðir“ í rólu sem svífur út langt yfir höfuð áhorfenda er meðal þeirra bestu í sýningunni.  Bergur Þór Ingólfsson fer sömuleiðis vel með annað af eftirminnilegustu lögum Grettis "Harmsöng Tarzans.  Magnús Jónsson (Glámur), Nanna Kristín (Sigga) og Björn Ingi (Atli) eru öll sannfærandi í leik og söng..."

 

"Þessi enduvakni söngleikur mun heilla marga."

 

Það er engin ástæða til annars en að taka undir orð Moggans.  Allir á Gretti!=


Fleiri bloggdómar

Jæja, fólk er farið á tjá sig um Gretti á netinu og viðtökur eru frábærar:

"Lögin í sýningunni eru æðisleg, þau eru mjög skemmtileg og laglínurnar eru mjög grípandi. Það er líka mjög gaman að horfa á þetta, flottir dansar og það var augljóst að það hefur mikið verið lagt í sýninguna til að gera þetta sem best fyrir augað.Semsagt eins flottast og hægt er, og það hefur tekist. Lýsingin var mjög góð og búningarnir líka. Svo ekki sé minnst á leikinn.

Halldór Gylfason stendur sig mjög vel í hlutverki Grettist og að mínu mati kemur hann persónunni Gretti mjög vel til skila. "

Sjá betur á: http://www.hugi.is/leiklist/articles.php?page=view&contentId=4819986

Og á sigurdurkari.is segir:

"Uppfærslan á Gretti nú í Borgarleikhúsinu er stórglæsileg og er engu til sparað til þess að skemmta áhorfendum. Og það tekst svo sannarlega því Greittir er með skemmtilegri sýningum sem ég hef séð í langan tíma. Bæði er verkið bráðfyndið og skemmtilegt og tónlistin þétt og góð og kemst vel til skila til áhorfenda."

"Það er ástæða til að óska öllu þessu fólki innilega til hamingju með sýninguna. Ég hvet alla til þess að láta Gretti ekki framhjá sér fara því sýningin er frábær."


"Það er ekki ástæða til að láta þennan söngleik fara fram hjá sér..."

Grettisfólk fær góða umsögn í Fréttablaðinu í dag!

"Það er ekki ástæða til að láta þennan söngleik fara fram hjá sér..."

"Það má leikstjórinn Rúnar Freyr eiga að að hann sleppur vel frá þeirri prófraun að koma Gretti á svið. Hann gerir úr verkinu skrautlega sýningu með ágætri samfellu, heldur henni innan marka, sem er kraftaverk..."

"Magnús Jónsson gerir Glám að persónu löngu áður en hann opnar munninn bara með hreyfingum sínum..."

"Bergur Ingólfsson er glæsileg kópía af Tarzan Disneys og afburðasnjall í slappstikk..."

"Jóhann Sigurðarson megnar að glæða Ásmund álversstarfsmann lífi og Hansa sýndi sumpart á sér nýja hlið..."

"Jóhann G. Jóhannsson skýst in á sviðið í snjallri mannlýsingu leikstjóra..."

"Það er líka stemmning á söngleikjum í Borgarleikhúsinu..."

"Og Halldór Gylfason - hann er jú náttúrutalent... ...kímilegur.. ... einlægur.... ...ber þessa sýningu líklega á endanum til áhorfenda með sínu geðfellda fasi".

Nú er bara skella sér í Borgarleikhúsið, lesandi góður, og upplifa stemmninguna með okkur!


Frábærar viðtökur

Frumsýningin var í gær. Frábærar viðtökur og lang besta rennslið til þessa. Forsýningar á föstudegi og laugardegi sem voru ekki jafn vel heppnaðar.

Fyrsta gagnrýnin komin, Steingrímur Sævarr Ólafsson var ægilega hrifinn.. jibbí.

Skoðið á http://blogg.visir.is/denni/2007/04/22/frabær-grettir-frabær-halldor-gylfa/

Meðal þess sem hann segir er:

"í stuttu máli sagt er Grettir frábær skemmtun.

Ég segi ekki loksins, loksins, heldur bara bravó, bravó.

Flott sýning. Fullt hús stiga."

Betra verður það varla.


Endurnæring

Sælt veri fólkið á þessum Drottins degi. Leikstjórinn hér. Ég var að koma til landsins eftir stutta dvöl á Florida, en þar lá ég í sólinni, spilaði golf og sinnti fjölskyldunni. Kærkomin hvíld eftir mikinn hamagang í Gretti. Og allir leikararnir eru núna að slaka á í Berlín og gera sig klára fyrir lokasprettinn sem hefst á laugardaginn.

Síðasta rennsli fyrir Páska lofaði mjög góðu og ég fór fullur bjartsýni inn í Páskafríið. Grettir stefnir í að verða hörkugóð sýning, kröftug og skemmtileg fyrir unga sem aldna. Nú vona ég bara að bjórinn í Berlín hafi ekki verið of góður og að leikararnir komi ekki feitir og pattaralegir á æfinguna á laugardaginn!

Zzzaaa!

Rúnar Freyr.


Grettir í Berlín

Jæja þá er komið að Berlínarferðinni sem lengi hefur verið beðið eftir!!! Við förum á morgun (mánudag) í skemmti-og árshátíðarferð Borgarleikhússins og komum heim föstudaginn 13.apríl. Það er eins gott að njóta frísins vel því á laugardaginn mætum við svo á æfingu á Gretti kl.10, hress og endurnærð eftir ferðina (aha). En í dag eru nákvæmlega tvær vikur í frumsýningu og Dóri Gylfa er allur að hressast, þannig að við segjum bara jibbý og ssaa!!!

Höfundur

Grettir
Grettir
Hópurinn sem nú setur upp söngleikinn Gretti í Borgarleikhúsinu skrifar fréttir af undirbúningi sýningarinnar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband