26.3.2007 | 15:57
Frumsýningu frestað
Rosalegar fréttir. Frumsýningu hefur verið frestað. Læknir og sjúkraþjálfari hafa skipað Dóra Gylfa að vera heima og hvíla sig. Hann er að drepast í bakinu og gæti ekki undir neinum kringumstæðum leikið hlutverk Grettis miðvikudag, fimmtudag, föstudag og sunnudag eins og áformað var, enda er sýningin eins og fimleikasýning fyrir hann.
Góðu fréttirnar eru þær að læknarnir telja að hann muni ná sér fljótt.
Frumsýningin verður eftir páska, sunnudaginn 22. apríl. Forsýningarnar verða þá sömu helgi, á föstudegi og laugardegi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.