20.3.2007 | 14:32
Grettir kemur sterkur inn
Hinn frábæri söngleikur Grettir, eftir Ólaf Hauk Símonarson, Egil Ólafsson og Þórarin Eldjárn verður loksins aftur á fjölunum síðar í þessum mánuði. Verkið sló rækilega í gegn þegar það var sýnt fyrir 26 árum og fékk frábæra dóma gagnrýnenda.
Kjartan Ragnarsson náði að kveikja mikla samúð með þessari ólíkindahetju og Egill Ólafsson var mikill skelfir í hlutverki Gláms, íklæddur grænum níðþröngum satínbuxum með gaddabelti og axlabönd.
Það merkilega við Gretti er að efni verksins, skyndifrægð og afbökun raunveruleikans í fjölmiðlum, hefur sennilega varla átt við þegar söngleikurinn var frumsýndur fyrir 26 árum, en á sérlega vel við í dag. Því má eiginlega segja að hann eigi betur við í dag en þá.
Hér má finna lög úr uppfærslunni 1980, myndir og fleira gott.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning