Færsluflokkur: Dægurmál
1.11.2007 | 02:09
Fleiri bloggdómar!!!
"Söngleikurinn Grettir
Fimmtudaginn 27. október fóru nemendur 10. bekkjar ásamt íslenskukennurum sínum að sjá söngleikinn Gretti.
Sýningin var í boði Borgarleikhúss og SPRON. Nemendur skemmtu sér hið besta og kennarar ekki síður.
Vel heppnuð leikhúsferð."
"Við strákarnir fórum svo að sjá söngleikinn Gretti áðan og skemmtum okkur konunglega. Fínasta sýning og mjússígin auðvitað schnilld, enda frekar Þursaflokks skotin. Nokkuð ljóst að við strákarnir eigum eftir að vera duglegri við leikhúsin í framtíðinni."
"Lífið mitt hefur þó verið mjög viðburðaríkt síðustu daga... ég hef farið þrisvar í leikhús. Fjölskyldusýning á Ladda, vinnuferð á Söngleikinn Gretti og kíkti svo á Epli og Eikur hjá leikhópnum Hugleiki - ALLT MJÖG SKEMMTÓ SÝNINGAR mæli hiklaust með þeim.... en ég væri alltaf til í að fara oftar í leikhús."
"Vöðvafettir
Við mæðgin sáum söngleikinn Gretti í Borgarleikhúsinu í gærkveldi. Þvílík gleði. Ég mátti sitja á honum stóra mínum, svo mjög langaði mig að syngja hástöfum með. Þessi lög hafa svo sannarlega staðist tímans tönn og voru flutt af stakri snilld. Valinn maður í hverju rúmi...
Adam var á tímabili stjarfur eftir að Glámur starði í augu hans, með draugalegri draugum sem sést hafa lengi. Eitthvað skánaði það eftir að Glámur hóf upp raust sína, en hann var þó sannfærður um að þeir myndu hittast um nóttina. Við fórum á bakvið eftir sýningu, ég hélt að það yrði nóg til þess að hann myndi sættast við Glám. En hann hafði enn skelfingaráhrif á drenginn svona "up close and personal" þrátt fyrir að vera búinn í sturtunni... enda veglegar leifar af Glámi enn eftir í andlitinu.
Mæli eindregið með sýningunni. Mig langar aftur."
"Gaman var af því hve góð þátttaka var á söngleikinn um Gretti og voru krakkarnir mjög ánægðir með sýninguna og var framkoma þeirra til sóma.
Kveðja,
Eygerður"
Gaman að þessu. Allir á GRETTI!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 12:56
3 stjörnur í Ísafold!
Jón Viðar er ánægður með Gretti í tímaritinu Ísafold. "Það er svo sannarlega óskandi að hin nýja sýning L.R. á Gretti nái að slá í gegn..." Og um Dóra Gylfa segir Jón Viðar: "...hann er fullkominn Grettir..."
Næsta sýning er á föstudaginn!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 17:16
Glimrandi dómar í Víðsjá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 17:31
"Halldór frábær í hlutverki Grettis"
Úr frábærum dómi í Viðskiptablaðinu:
"...um er að ræða hefðbundinn skemmti-söngleik með öllu tilheyrandi. Grettir er lífleg og kómísk sýning sem ætti að höfða til margra. Leikstjóri hennar, Rúnar Freyr Gíslason, á hrós skilið. Ýmislegt í uppsetningunni krefst hugkvæmni og er leyst á mjög frumlegan og eftirminnilegan hátt."
"Halldór Gylfason leikur Gretti í sýningunni og gerir það frábærlega. Hann á margar snilldarsenur og ekki öfundsvert að feta í hans fótspor, eins og leit út fyrir að einhver þyrfti að gera á tímabili, þegar Halldór meiddist á æfingu.
Flestir aðrir leikarar leysa hlutverk sín afar vel af hendi."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 02:07
"Allir á Gretti"- 3 stjörnur í Mogganum
Mogginn segir að allir eigi að fara á Gretti...
"Leikurinn var yfirleitt mjög góður. Eftir að sýna fjölbreytni sína sem leikari í Stundinni okkar getur Halldór Gylfason ekkert rangt gert og hann fer á kostum sem Grettir. Búningurinn hans er hrein snilld og ég hló nánast í hvert skipti sem Halldór spennti vöðvana sína eða fór í stellingar vöðvatröllsins."
"Það er mikill kraftur í öllum leikendum, ekki síst í Jóhanni Sigurðssyni sem pabba Grettis og Jóhönnu Vigdísi sem mömmu hans.
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sem leikur Gullaugu er með heillandi rödd og atriðið þar sem hún syngur Í gegnum holt og hæðir í rólu sem svífur út langt yfir höfuð áhorfenda er meðal þeirra bestu í sýningunni. Bergur Þór Ingólfsson fer sömuleiðis vel með annað af eftirminnilegustu lögum Grettis "Harmsöng Tarzans. Magnús Jónsson (Glámur), Nanna Kristín (Sigga) og Björn Ingi (Atli) eru öll sannfærandi í leik og söng..."
"Þessi enduvakni söngleikur mun heilla marga."
Það er engin ástæða til annars en að taka undir orð Moggans. Allir á Gretti!=
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 01:21
Lofsöngur gengis um Gretti - myndband
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 23:36
Fleiri bloggdómar
Jæja, fólk er farið á tjá sig um Gretti á netinu og viðtökur eru frábærar:
"Lögin í sýningunni eru æðisleg, þau eru mjög skemmtileg og laglínurnar eru mjög grípandi. Það er líka mjög gaman að horfa á þetta, flottir dansar og það var augljóst að það hefur mikið verið lagt í sýninguna til að gera þetta sem best fyrir augað.Semsagt eins flottast og hægt er, og það hefur tekist. Lýsingin var mjög góð og búningarnir líka. Svo ekki sé minnst á leikinn.
Halldór Gylfason stendur sig mjög vel í hlutverki Grettist og að mínu mati kemur hann persónunni Gretti mjög vel til skila. "
Sjá betur á: http://www.hugi.is/leiklist/articles.php?page=view&contentId=4819986
Og á sigurdurkari.is segir:
"Uppfærslan á Gretti nú í Borgarleikhúsinu er stórglæsileg og er engu til sparað til þess að skemmta áhorfendum. Og það tekst svo sannarlega því Greittir er með skemmtilegri sýningum sem ég hef séð í langan tíma. Bæði er verkið bráðfyndið og skemmtilegt og tónlistin þétt og góð og kemst vel til skila til áhorfenda."
"Það er ástæða til að óska öllu þessu fólki innilega til hamingju með sýninguna. Ég hvet alla til þess að láta Gretti ekki framhjá sér fara því sýningin er frábær."
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 23:27
"Það er ekki ástæða til að láta þennan söngleik fara fram hjá sér..."
Grettisfólk fær góða umsögn í Fréttablaðinu í dag!
"Það er ekki ástæða til að láta þennan söngleik fara fram hjá sér..."
"Það má leikstjórinn Rúnar Freyr eiga að að hann sleppur vel frá þeirri prófraun að koma Gretti á svið. Hann gerir úr verkinu skrautlega sýningu með ágætri samfellu, heldur henni innan marka, sem er kraftaverk..."
"Magnús Jónsson gerir Glám að persónu löngu áður en hann opnar munninn bara með hreyfingum sínum..."
"Bergur Ingólfsson er glæsileg kópía af Tarzan Disneys og afburðasnjall í slappstikk..."
"Jóhann Sigurðarson megnar að glæða Ásmund álversstarfsmann lífi og Hansa sýndi sumpart á sér nýja hlið..."
"Jóhann G. Jóhannsson skýst in á sviðið í snjallri mannlýsingu leikstjóra..."
"Það er líka stemmning á söngleikjum í Borgarleikhúsinu..."
"Og Halldór Gylfason - hann er jú náttúrutalent... ...kímilegur.. ... einlægur.... ...ber þessa sýningu líklega á endanum til áhorfenda með sínu geðfellda fasi".
Nú er bara skella sér í Borgarleikhúsið, lesandi góður, og upplifa stemmninguna með okkur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 22:29
Frábærar viðtökur
Frumsýningin var í gær. Frábærar viðtökur og lang besta rennslið til þessa. Forsýningar á föstudegi og laugardegi sem voru ekki jafn vel heppnaðar.
Fyrsta gagnrýnin komin, Steingrímur Sævarr Ólafsson var ægilega hrifinn.. jibbí.
Skoðið á http://blogg.visir.is/denni/2007/04/22/frabær-grettir-frabær-halldor-gylfa/
Meðal þess sem hann segir er:
"í stuttu máli sagt er Grettir frábær skemmtun.
Ég segi ekki loksins, loksins, heldur bara bravó, bravó.
Flott sýning. Fullt hús stiga."
Betra verður það varla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)