Leita í fréttum mbl.is

Endurnæring

Sælt veri fólkið á þessum Drottins degi. Leikstjórinn hér. Ég var að koma til landsins eftir stutta dvöl á Florida, en þar lá ég í sólinni, spilaði golf og sinnti fjölskyldunni. Kærkomin hvíld eftir mikinn hamagang í Gretti. Og allir leikararnir eru núna að slaka á í Berlín og gera sig klára fyrir lokasprettinn sem hefst á laugardaginn.

Síðasta rennsli fyrir Páska lofaði mjög góðu og ég fór fullur bjartsýni inn í Páskafríið. Grettir stefnir í að verða hörkugóð sýning, kröftug og skemmtileg fyrir unga sem aldna. Nú vona ég bara að bjórinn í Berlín hafi ekki verið of góður og að leikararnir komi ekki feitir og pattaralegir á æfinguna á laugardaginn!

Zzzaaa!

Rúnar Freyr.


Grettir í Berlín

Jæja þá er komið að Berlínarferðinni sem lengi hefur verið beðið eftir!!! Við förum á morgun (mánudag) í skemmti-og árshátíðarferð Borgarleikhússins og komum heim föstudaginn 13.apríl. Það er eins gott að njóta frísins vel því á laugardaginn mætum við svo á æfingu á Gretti kl.10, hress og endurnærð eftir ferðina (aha). En í dag eru nákvæmlega tvær vikur í frumsýningu og Dóri Gylfa er allur að hressast, þannig að við segjum bara jibbý og ssaa!!!

Æfingar komnar á fullt aftur

 

Æfingar hófust að að nýju í gærkvöldi, miðvikudagskvöld, eftir að aðalleikari sýningarinnar hafði fengið hastarlegan bakverk, sem varð til þess að fresta þurfti frumsýningu verksins, sem fyrirhuguð var nú á föstudag. Æfingar höfðu að mestu legið niðri síðan á sunnudag. 

 Frumsýning verður sunnudagskvöldið 22. apríl næstkomandi.

Frumsýningu frestað

RIMG_6721osalegar fréttir. Frumsýningu hefur verið frestað. Læknir og sjúkraþjálfari hafa skipað Dóra Gylfa að vera heima og hvíla sig. Hann er að drepast í bakinu og gæti ekki undir neinum kringumstæðum leikið hlutverk Grettis miðvikudag, fimmtudag, föstudag og sunnudag eins og áformað var, enda er sýningin eins og fimleikasýning fyrir hann.

Góðu fréttirnar eru þær að læknarnir telja að hann muni ná sér fljótt.

Frumsýningin verður eftir páska, sunnudaginn 22. apríl. Forsýningarnar verða þá sömu helgi, á föstudegi og laugardegi.


Klámfengnar víkingastúlkur

Þessar víkingastúlkur ætla sér að taka vel á móti Gretti í heita pottinum þegar hann kemur úr DrangeyjarsundinuIMG_6599.

Það eru dansararnir Sigríður Soffía Níelsdóttir og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir sem túlka víkingastúlkurnar í söngleiknum Gretti. Þær leika einnig fjölda annara hlutverka. Myndin var tekin í kvöld á rennsli sem tókst ágætlega. Í salnum voru nokkrir gestir sem létu það ekki trufla sig að stoppa þyrfti af og til vegna flókinna tækniatriða.

Á næstu dögum verða lög úr sýningunni frumflutt hér á blogginu og svo myndbönd um sýninguna.  Stay tuned.


Leikari dagsins er Jóhanna Vigdís Arnardóttir

Jóhanna Vigdís, eða Hansa eins og hún er gjarnan kölluð leikur Ásdísi, móður Grettis. IMG_6497

Hansa um Ásdísi: „Hún er ennþá glæsileg kona, enda gömul fegurðardrottning. Þó má hún muna fífil sinn fegurri. Hún elskar fjölskylduna sína skilyrðislaust. Hún upplifir vissa höfnun þegar Grettir slær í gegn, þótt hún sé vissulega ánægð fyrir hans hönd.”Hansa um söngleikinn Gretti: „Ef Simpson fjölskyldan gæti sungið þá væri þetta söngleikurinn um hana.”Hansa um sýninguna: „Kraftmikil, frábær tónlist, hugmyndaauðgi og taumlaus leikgleði.”

Dóri í Fréttablaðinu

grettir svífur-1Fréttablaðið fjallaði í dag um okkar hugaða aðalleikara sem þarf að vinna ýmis afrek í sýningunni.

Við dáumst öll að okkar mikla leiðtoga fyrir hversu hugaður hann er.  Vonum að hann slasi sig ekki.

Í kvöld renndum við seinni hluta sýningarinnar, flestir búningar komnir og hljómsveitin komin í hús. Til þessa höfum við verið með tónlistina af geisladiski og mikill fílingur fylgir því að hafa bandið á sviðinu.. Jón Atli úr Hairdoctor, Þorbjörn og Elís úr Jeff Who spila tónlistina með Halli tónlistarstjóra og grúva alveg gríðarlega.

Á morgun verður aftur rennsli og nú gerast hlutirnir hratt.


Grettir kemur sterkur inn

Hinn frábæri söngleikur Grettir, eftir Ólaf Hauk Símonarson, Egil Ólafsson og Þórarin Eldjárn verður Leikskrá 1980 Forsíða loksins aftur á fjölunum síðar í þessum mánuði. Verkið sló rækilega í gegn þegar það var sýnt fyrir 26 árum og fékk frábæra dóma gagnrýnenda.

Kjartan Ragnarsson náði að kveikja mikla samúð með þessari ólíkindahetju og Egill Ólafsson var mikill skelfir í hlutverki Gláms, íklæddur grænum níðþröngum satínbuxum með gaddabelti og axlabönd.

Það merkilega við Gretti er að efni verksins, skyndifrægð og afbökun raunveruleikans í fjölmiðlum, hefur sennilega varla átt við þegar söngleikurinn var frumsýndur fyrir 26 árum, en á sérlega vel við í dag. Því má eiginlega segja að hann eigi betur við í dag en þá.

Hér má finna lög úr uppfærslunni 1980, myndir og fleira gott.


« Fyrri síða

Höfundur

Grettir
Grettir
Hópurinn sem nú setur upp söngleikinn Gretti í Borgarleikhúsinu skrifar fréttir af undirbúningi sýningarinnar.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband